Stuðningsmenn Liverpool höfðu margir hverjir gaman að viðbrögðum David Beckham við tapi PSG gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og hafði Liverpool betur með marki Harvey Elliot í lokin.
PSG var hins vegar mun betri aðilinn í leiknum og sigurinn því ekki beint eftir gangi leiksins.
Beckham var á leiknum og hélt Manchester United goðsögnin klárlega með PSG, en hann lauk ferlinum sem leikmaður liðsins 2013.
Hér að neðan má sjá leiðan Beckham eftir að Liverpool skoraði sigurmark leiksins.