Arsenal er til í að selja Gabriel Martinelli eða Leandro Trossard fyrir rétt verð í sumar, samkvæmt blaðamanninum Charles Watts, sem fjallar mikið um málefni Skyttanna.
Watts segir að Arsenal muni losa þó nokkra leikmenn í sumar og að ein stór sala, eins og hann orðar það, muni eiga sér stað. Nefnir hann Trossard eða Martinelli í því samhengi, leikmenn sem hafa spilað stóra rullu í liði Mikel Arteta undanfarin ár.
Samkvæmt Watts er líklegra að Trossard verði sá sem fer af þessum tveimur.
Arsenal vill væntanlega fá inn fjármuni til að styrkja hóp sinn í sumar. Enn einu sinni virðist liðið ætla að hafna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf því að gera gott betur til að hampa Englandsmeistaratitlinum.