Þriðjudaginn 4. mars bauð KSÍ sérsamböndum innan ÍSÍ í heimsókn.
Markmið heimsóknarinnar var að efla samtal og samstarf milli sérsambanda og deila reynslu og hugmyndum sem geta gagnast íþróttastarfi allra.
Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs, opnaði viðburðinn og var með stutta kynningu sem varðaði skipurit KSÍ o.fl. þar á eftir fór Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari A landsliðs karla yfir landsliðsumhverfið, uppsetningu æfinga og leikja og skipulag.
Grímur Gunnarsson og Lára Hafliðadóttir fóru yfir hlutverk og áherslur vísindasviðs og að lokum fóru fram umræður og spjall á léttum nótum.