Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, fór á kostum er hann lýsti leik Dortmund og Lille á Stöð 2 Sport fyrr í vikunni.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýska liðið komst í 1-0 á heimavelli sínum en Lille jafnaði í seinni hálfleik. Þar var enginn annar en Hákon Arnar Haraldsson að verki.
Það er óhætt að segja að Rikki hafi misst sig við mark Skagamannsins, enda stór stund fyrir leikmanninn.
Vísir birti myndband af markinu og lýsingu Rikka. Má sjá þetta allt saman hér að neðan.