Franskir miðlar eru sammála um að Liverpool hafi framið rán í París í gær, er liðið hafði betur gegn PSG.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og hafði Liverpool betur með marki Harvey Elliot í lokin.
PSG var hins vegar mun betri aðilinn í leiknum og sigurinn því ekki beint eftir gangi leiksins.
„Enskt rán,“ sagði í fyrirsögn blaðsins L’Equipe eftir leik. Le Parisien skrifaði einfaldlega að sigurinn hafi verið „mjög ljótur.“
Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield næstkomandi þriðjudag og ljóst er að PSG þarf að freista þess að snúa dæminu við þar.