Everton ætlar sér að hefja viðræður við Jarrad Branthwaite, eftirsóttan miðvörð sinn, um nýjan samning. Football Insider segir frá.
Hinn 22 ára gamli Branthwaite hefur verið orðaður frá Everton í töluverðan tíma, einkum við Manchester United en einnig Real Madrid undanfarið.
Núgildandi samningur Branthwaite rennur út eftir rúm tvö ár en félagið vill framlengja hann til að fæla áhugasöm félög frá.
Branthwaite kom til Everton aðeins 18 ára gamall frá Carlisle en hefur á tíma sínum á Goodison Park verið lánaður til Blackburn og PSV, áður en hann varð lykilmaður hjá Everton.