Thomas Partey er líklega á förum frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar og samtal um framlengingu hefur ekki farið fram.
Partey er 31 árs gamall landsliðsmaður frá Ghana en þrjú stórlið Evrópu eru sögð hafa áhuga.
Barcelona, PSG og Juventus eru öll sögð hafa áhuga á því að fá Partey frítt í sumar.
Partey hefur reynst Arsenal vel en félagið hefur ekki sýnt því mikinn áhuga á að framlengja samning hans.
Stórliðin í Evrópu telja hins vegar að Partey geti enn spilað á meðal þeirra bestu og skoða að semja við hann.