Arsenal vann ótrúlegan 1-7 sigur á PSV í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og sló liðið met í leiðinni.
Það sást fljótt í hvað stefndi í Hollandi í gærkvöldi. Jurrien Timber kom Arsenal yfir á 18. mínútu og skömmu síðar tvöfaldaði hinn ungi Ethan Nwaneri forystuna. Mikel Merino átti eftir að bæta við þriðja marki Arsenal áður en Noa Lang minnkaði muninn fyrir heimamenn af vítapunktinum.
Martin Ödegaard skoraði fjórða mark Arsenal snemma í seinni hálfleik og skömmu síðar kom Leandro Trossard gestunum í 1-5. Ödegaard var svo aftur á ferðinni með mark á 73. mínútu og fyrir leikslok skoraði Ricardo Calafiori sjöunda markið. Lokatölur 1-7 og einvígið dautt fyrir seinni leikinn í London í næstu viku.
Með þessu varð Arsenal til að mynda fyrsta liðið í sögunni til að skora sjö mörk á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Fleiri met féllu í gær og var mark Nwaneri í fyrsta sinn sem enskir unglingar búa til mark, en hinn ungi Miles Lewis-Skelly lagði það upp.