Liverpool er að skoða það að styrkja sóknarleik sinn í sumar og er félagið nú orðað við Rafael Leao sóknarmann AC Milan.
Leao er 25 ára gamall landsliðsmaður frá Portúgal en Barcelona hefur einnig áhuga.
Liverpool gæti þurft að styrkja sóknarleik sinn ef Mohamed Salah fer frítt frá félaginu í sumar.
Leao hefur áhuga á því að fara frá Milan en liðið hefur átt mjög erfitt tímabil.
Liverpool er besta lið Englands í dag og er svo gott sem búið að vinna ensku úrvalsdeildina.