fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Liverpool mun lakari aðilinn en vann samt – Sigrar hjá Barcelona og Bayern Munchen

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverppol vann sterkan útisigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

PSG var mun betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeim tókst þó ekki að skora, þó eitt mark þeirra hafi verið dæmt af vegna rangstöðu með hjálp VAR.

Það stefndi í markalaust jafntefli þar til Harvey Elliot kom boltanum í netið eftir skyndisókn Liverpool seint í leiknum. Reyndist það eina mark leiksins og lokatölur 0-1. Liverpool í ansi góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield á þriðjudag.

Barcelona heimsótti Benfica og lét það ekki á sig fá að hafa misst Pau Cubarsi út af með rautt spjald eftir rúman tuttugu mínútna leik. Raphinha skoraði eina mark leiksins efir rúman klukkutíma leik og leiða Börsungar fyrir seinni leikinn á heimavelli.

Loks vann Bayern Munchen þægilegan 3-0 sigur á löndum sínum í Bayer Leverkusen á heimavelli. Harry Kane skoraði tvö marka Bayern, annað úr víti. Jamal Musiala gerði eitt mark, en Bæjarar spiluðu manni fleiri í um hálftíma eftir rauða spjald Nordi Mukiele.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar

Mjög óvænt nafn gæti tekið við af De Bruyne í sumar