Patrick Assoumou Eyi knattspyrnuþjálfari frá Gabon hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta. Það er FIFA sem setur hann í bann.
Hann játaði því að hafa beitt leikmenn sína kynferðisofbeldi.
Málið komst upp árið 2021 þegar Guardian fjallaði um málið og játaði Eyi að hafa nauðgað börnum.
Hann hefur fengið lífstíðarbann og 155 milljóna króna sekt frá FIFA vegna málsins.
„Þetta voru að minnsta kosti fjórir leikmenn sem hann braut á frá 2006 til ársins 2021. Flest atvikin áttu sér stað þegar leikmennirnir voru börn,“ sagði Eyi.
Forseti knattspyrnusambands Gabon er til skoðunar en hann er sagður hafa þagað yfir brotunum sem hann vissi af.