Samkvæmt öllu ætti Antony að snúa aftur til United að lánssamningi loknum í sumar en stjórnarformaður Betis segir hann hafa tjáð vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu.
Brasilíski kantmaðurinn er á láni hjá Betis frá Manchester United og hefur hann farið ansi vel af stað. Er hann kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrstu fimm leikjum sínum í La Liga.
Samkvæmt öllu ætti Antony að snúa aftur til United að lánssamningi loknum í sumar en stjórnarformaður Betis segir hann hafa tjáð vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu.
Antony gekk í raðir United frá Ajax fyrir 85 milljónir punda sumarið 2022 en gekk skelfilega á árum sínum á Old Trafford.