Victor Lindelöf varnarmaður Manchester United vill halda aftur til Benfica í sumar þegar samningur hans við United rennur út.
Ekki er búist við því að United reyni að framlengja samninginn við sænska varnarmanninn.
United keypti Lindelöf frá Benfica fyrir átta árum og vill hann halda aftur þangað þar sem honum leið vel.
Lindelöf hefur verið lengi hjá United en hann hefur spilað minna síðustu ár.
Lindelöf er þrítugur og er fyrirliði sænska landsliðsins en hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Fulham um helgina þegar United féll úr leik í enska bikarnum.