Forráðamenn Newcastle ætla sér í sumar að sækja markvörð og er James Trafford markvörður Burnley efstur á blaði.
Þannig segir í enskum blöðum að Newcastle vilji selja Nick Pope í sumar á 10 til 15 milljónir punda.
Pope er 32 ára gamall en hann kom til félagsins frá Burnley og hefur staðið sig vel.
Hann hefur hins vegar verið meiddur talsvert og vill félagið sækja sér markvörð sem er meira heill.
Trafford hefur verið frábær í næst efstu deild með Burnley á þessu tímabili og haldið ótrúlega oft hreinu.