Southampton hefur ákveðið að reka Ivan Juric úr starfi þegar tímabilið er á enda, liðið er svo gott sem fallið úr ensku deildinni.
Juric tók við Southampton um miðjan desember þegar félagið ákvað að reka Russell Martin úr starfi.
Juric gerði 18 mánaða samning en hann mun ekki ná að klára hann miðað við fréttir dagsins.
Juric hefur unnið einn af tíu leikjum í ensku deildinni en það var 2-1 sigur á Ipswich í síðasta mánuði.
Í fréttum segir að Southampton vinni að því að ráða Danny Rohl stjóra Sheffield Wednesday, hann var efstur á blaði þegar Martin var rekinn en félögin náðu ekki saman.