Knattspyrnudómarinn Michael Oliver mun dæma stórleik þýsku liðanna Bayern Munchen og Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.
Oliver hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir að honum yfirsást skefilegt brot markvarðar Millwall, Liam Roberts, í leik gegn Crystal Palace í enska bikarnum á dögunum.
Just got in and seen this assault by Liam Roberts on Jean-Philippe Mateta
Absolutely wild. Wtf 😳 #FACup #CPFC pic.twitter.com/FwOTqiGOim— 🆁 (@CapitalR) March 1, 2025
Roberts fór með fótinn ansi hátt, í höfuð Jean-Philippe Mateta með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi þurfti súrefni og var fluttur á sjúkrahús. Þrátt fyrir að atvikið hafi átt sér stað fyrir framan nefið á Oliver þurfti hann aðstoð myndbandsdómgæslu til að komast að þeirri niðurstöðu að reka Roberts af velli.
Margir voru gáttaðir á þessu og eru einhverjir enn fremur hissa að Oliver, sem hefur verið viðloðinn umdeild atvik fyrr á leiktíðinni, fái að dæma fyrri leik Bayern og Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun, eins og erlendir miðlar vekja athygli á í nú.