Rasmus Hojlund framherji Manchester United er ískaldur, svo kaldur að talað er um að félagið skoði að selja hann í sumar.
Í síðustu átján leikjum hefur Hojlund ekki skorað og ekki verið líklegur til þess.
Danski framherjinn er á sínu öðru tímabili á Old Trafford en hann kom fyrir rúmar 60 milljónir punda frá Atalanta.
Hojlund hefur klikkað á fjórum dauðafærum í þessum leikjum en í átta af tíu leikjum hefur hann ekki náð skoti að marki.
United losaði sig við Marcus Rashford í janúar og er liðið þunnskipað í framlínunni.