Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að standa sig með franska stórliðinu Lille og skoraði hann fyrir liðið í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Hákon gerði jöfnunarmark Lille gegn Dortmund í 1-1 jafntefli í kvöld. Um fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum var að ræða og fór hann fram í Þýskalandi.
Þetta var sjötta mark þessa 21 árs gamla Skagamanns í öllum keppnum á leiktíðinni.