Cristiano Ronaldo ferðaðist ekki með Al-Nassr til Íran í gær þar sem liðið mætti Esteghlal í Meistaradeild Asíu. Félagið sagði hann meiddan.
Því var hins vegar haldið fram í erlendum fjölmiðlum að Ronaldo hefði ekki ferðast með til að sleppa við svipuhögg. Þessu hafna yfirvöld í Íran.
Fyrir tveimur árum fór Ronaldo með Al-NAssr til Íran þar sem hann faðmaði og kyssti fatlað barn. Var Ronaldo að þakka fyrir mynd sem hann fékk að gjöf.
Í Íran er litið á slíkt sem framhjáhald, þegar þú sýnir kvenmanni svona kærleik sem ekki er eiginkona þína. Refsað er fyrir slíkt í Íran með 99 svipuhöggum og fangelsi.
„Við höfnum þessum fréttum, það átti ekki að refsa honum neitt,“ segir talsmaður hjá íranska sendiráðiðnu í Bretlandi.
„Ronaldo fékk mikið hrós fyrir stjórnvöldum og fólkinu í landinu þegar hann þakkaði stúlkunni fyrir.“