Coady Gakpo framherji Liverpool gat ekki æft með liðinu í dag. Frá þessu segir David Lynch fréttamaður á Englandi.
Gakpo hefur verið að glíma við meiðsli en var mættur til baka en virðist hafa fengið bakslag.
Liverpool ferðast til Parísar í dag og mætir PSG í Meistaradeild Evrópu á morgun. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum.
Gakpo hefur verið í frábæru formi á þessu tímabili og ljóst að Liverpool mun sakna hans geti hann ekki spilað á morgun.
Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku á Anfield en um er að ræða mest spennandi einvígið í Meistaradeildinni þessa vikuna.