Paulo Fonseca er á leið í sjö mánaða bann í franska boltanum fyrir hegðun sína á hliðarlínunni um helgina
Fonseca og félagar voru þá að vinna 2-1 sigur á Brest þegar þjálfarinn brjálaðist út í dómarann.
Fonseca fór enni í enni við dómarann og las yfir honum.
Þetta er litið alvarlegum augum í Frakklandi og segja franskir miðlar að hann sé á leið í sjö mánaða bann fyrir hegðun sína.
Ljóst er að það er mikið áfall fyrir Fonseca og Lyon og óvíst er hvort þetta hafi áhrif á framtíð þjálfarans.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Vu la jurisprudence "Pablo Longoria", Paulo Fonseca va prendre 30 matchs de suspension. pic.twitter.com/lLn5fYbmVb
— Salim Lamrani (@SalimLamraniOff) March 2, 2025