Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur tröllatrú á ungstirnunum Ayden Heaven og Chido Obi.
Báðir komu þeir frá Arsenal, Obi frá Arsenal síðasta sumar og Heaven í janúarglugganum. Sá fyrrnefndi er framherji en sá síðarnefndi miðvörður.
Heaven kom við sögu í sínum fyrsta aðalliðsleik í tapinu gegn Fulham í bikarnum í gær og Obi hefur sömuleiðis verið að stíga sín fyrstu skref þar undanfarið.
„Ayden Heaven og Chido Obi þurfa að bæta sig en þeir eru tilbúnir til að spila fyrir Manchester United,“ sagði Amorim um leikmennina eftir tapið í gær.
„Það er hluti af kúltúrnum okkar að gefa ungum leikmönnum sénsinn með aðalliðinu. Þeir þurfa að vera undirbúnir.“