Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur staðfest það að hann fái litlu sem engu ráðið þegar kemur að leikmannahópi liðsins.
Flick var í gær spurður út í markvörðinn Wojciech Szczesny sem spilar með liðinu en hann skrifaði undir eins árs samning síðasta sumar.
Pólverjinn virðist vera orðinn alvöru hlekkur í liði Börsunga en hann verður samningslaus í sumar.
Flick veit sjálfur ekki hvort Szczesny verði áfram leikmaður Börsunga þar sem það er ekki hans ákvörðun heldur ákvörðun Deco sem er yfirmaður knattspyrnumála félagsins.
,,Ég er ekki í því að bjóða neinum leikmanni samning því það er verkefni Deco og félagsins,“ sagði Flick.
,,Eins og ég hef áður sagt þá einbeiti ég mér að liðinu. Auðvitað er ég ánægður með hann en þetta er undir Deco komið.“