Newcastle verður án lykilmanns í úrslitaleik enska deildabikarsins sem er gegn Liverpool.
Þetta varð ljóst í kvöld en Gordon fékk að líta beint rautt spjald í leik Newcastle við Brighton í enska bikarnum.
Newcastle er úr leik eftir tap á heimavelli en Danny Welbeck sá um að tryggja Brighton sigur í framlengingu.
Það er mikið áfall fyrir Newcastle að missa Gordon en hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins á þessu tímabili.
Englendingurinn hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur sex í 33 leikjum á þessari leiktíð.