Mason Greenwood, fyrrum undrabarn Manchester United, er orðaður við Liverpool í dag sem gæti komið mörgum á óvart.
Greenwood er í dag á mála hjá Marseille í Frakklandi og hefur staðið sig virkilega vel fyrir sitt nýja félag.
Fichajes á Spáni segir að fjögur lið séu að horfa til Greenwood fyrir sumarluggann og er Liverpool eitt af þeim.
Marseille vill alls ekki selja lykilmanninn og hefur sett verðmiða á Englendinginn sem er upp á 75 milljónir evra.
Barcelona, Juventus og Bayern Munchen eru einnig sögð vera áhugasöm en talið er ólíklegt að Greenwood hafi áhuga á að snúa aftur til Englands.