Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, hefur gert flotta hluti sem þjálfari undanfarin tvö ár.
Fabregas er í dag stjóri Como á Ítalíu en hann á einnig hlut í félaginu sem leikur í efstu deild landsins.
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er Fabregas nú á óskalista AC Milan sem er talið vera í leit að nýjum þjálfara.
Sergio Conceicao er í dag stjóri Milan en hans starf er í mikilli hættu og er óvíst að hann fái að halda áfram næsta vetur.
Fabregas hefur í raun gert kraftaverk með Como sem situr í 13. sæti Serie A eftir 26 leiki og er í lítilli hættu á að falla niður um deild.
Gengi Milan hefur hins vegar verið fyrir neðan allar væntingar á þessu tímabili og situr liðið í áttunda sætinu.