Newcastle 1 – 2 Brighton
1-0 Alexander Isak(’22, víti)
1-1 Yankuba Minteh(’44)
1-2 Danny Welbeck(‘115)
Danny Welbeck reyndist hetja Brighton í dag sem spilaði við Newcastle í enska bikarnum.
Leikurinn fór alla leið í framlengingu en bæði mörkin í venjulegum leiktíma voru skoruð í fyrri hálfleik.
Welbeck reyndist svo bjargvættur Brighton en hann skoraði sigurmarkið á 114. mínútu til að tryggja farseðilinn í næstu umferð.
Tveir leikmenn fengu rautt spjald eða þeir Anthony Gordon hjá Newcastle og Tariq Lamptey hjá Brighton.