Manchester United 1 – 1 Fulham
0-1 Calvin Bassey(’45)
1-1 Bruno Fernandes(’71)
Lokaleikur helgarinnar í enska bikarnum er nú lokið en Manchester United spilaði við Fulham á Old Trafford.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en tvö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma sem lauk með jafntefli.
Calvin Bassey kom Fulham yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks áður en Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United.
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Fulham hafði betur og tryggði sér sæti í næstu umferð keppninnar.
Bernd Leno varði tvær vítaspyrnur frá Victor Lindelof og Joshua Zirkzee sem tryggði sigurinn.