Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að margir leikmenn verði seldir frá félaginu næsta sumar.
United þarf að selja leikmenn til að fá inn nýja menn sem henta Amorim og hans leikkerfi á Old Trafford.
Gengi United undanfarna mánuði og í raun undanfarin ár hefur verið óásættanlegt og vonast Amorim og stjórn félagsins að það breytist frá og með næsta sumri.
,,Við þurfum að selja til þess að kaupa, við þekkjum stöðuna sem við erum í,“ sagði Amorim.
,,Við erum að gera margar breytingar bæði í leikmannahópnum og í akademíunni. Við erum að vinna í fjölmörgum hlutum.“
,,Við erum svo sannarlega að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil.“