Umboðsmaður varnarmannsins Kurt Zouma vill fá borgað frá enska stórliðinu Chelsea og er nú búinn að kæra enska félagið.
Umboðsmaðurinn ber nafnið Saif Rubie en hann hefur leitað til lögfræðinga og vill fá sína upphæð greidda eftir að Zouma var seldur frá Chelsea árið 2021.
Zouma kostaði West Ham 29 milljónir punda árið 2021 en Rubie telur sig eiga inni tíu prósent af þeirri upphæð sem hann hefur aldrei fengið í hendurnar.
Rubie er þarna að kæra fyrrum yfirmann knattspyrnumála Chelsea, Marina Granovskaia, sem hefur í dag látið af störfum.
Rubie telur Chelsea skulda sér allt að þrjár milljónir punda eftir félagaskiptin en hann hefur lengi unnið í málinu og er nú á leið fyrir framan dómara.
Zouma er enn á mála hjá West Ham en hann er í dag á láni hjá Al-Orobah í Sádi Arabíu og er liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar.