fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
433Sport

Segir að hegðun Ronaldo hafi verið til skammar – ,,Vandræðalegt að fylgjast með þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal, er á því máli að Cristiano Ronaldo hafi orðið sér til skammar á dögunum í leik Al-Nassr og Al-Ettifaq í Sádi Arabíu.

Petit byrjaði að ræða nýlegt rauða spjald Jude Bellingham hjá Real Madrid þar sem hann fékk reisupassann fyrir að segja ‘fokk off’ við dómara á Spáni.

Petit segir að það sé venjulegt fyrir stærstu leikmenn heims að fara vel yfir strikið þegar mikið er undir en Ronaldo var brjálaður eftir að liðsfélagi hans Jhon Duran fékk rautt spjald í 3-2 tapi.

,,Þegar kemur að Jude Bellingham, allir stórir leikmenn eru með stórt egó. Þú þarft bara að horfa á viðbrögð Cristiano Ronaldo við rauða spjaldi Jhon Duran í Sádi Arabíu,“ sagði Petit.

,,Hann kvartaði og kveinaði svo mikið að það var vandræðalegt að fylgjast með í sjónvarpinu. Dómarinn hugsaði örugglega með sér að hann væri að taka áhættu með þessari ákvörðun með því að reka hann af velli í kjölfarið.“

,,Frábærir leikmenn horfa stórt á sig og þeir eiga það til að missa hausinn – það getur valdið þessum viðbrögðum. Ég sá þetta margoft þegar ég var leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Víkingur lánar einn sinn efnilegasta leikmann á Ísafjörð

Víkingur lánar einn sinn efnilegasta leikmann á Ísafjörð
433Sport
Í gær

Amorim hefur fullan stuðning stjórnar United

Amorim hefur fullan stuðning stjórnar United