fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Moldríki Íslandsvinurinn búinn að reka allt að 300 manns: Skrifar opinbert bréf eftir brottreksturinn – ,,Hefur áhrif á alvöru fólk með tilfinningar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá er Sir Jim Ratcliffe að gera ansi margar breytingar á Old Trafford eftir að hafa eignast hlut í félaginu.

Ratcliffe sér um öll fótboltamál félagsins í dag og hefur látið fjölmarga taka poka sinn á undanförnum mánuðum hvort sem aðilinn starfi í eldhúsinu, í þjálfarateyminu eða annars staðar á bakvið tjöldin.

250 manns voru látnir fara frá United síðasta sumar og er búist við að allt að 150 manns verði látnir fara til viðbótar.

Maður að nafni Wayne Barton er einn af þeim sem fékk sparkið en hann starfaði sem fréttaritari enska félagsins og hafði sinnt því starfi vel í tvö ár.

Barton hefur ásamt því gefið út 20 bækur á sínum fína ferli í fjölmiðlum en hann var ráðinn til starfa á Old Trafford í janúar 2023.

,,Augljóslega þá er ég miður mín að félagið þurfi ekki lengur á mínum starfskröftum að halda, félagið sem ég elska,“ segir Barton á meðal annars.

,,Þetta er stærsta félag landsins og mögulega í heimi. Þessar ákvarðanir hafa áhrif á alvöru fólk, fólk með tilfinningar.“

,,Ég skil það að félagið þurfi að taka erfiðar ákvarðanir og ég hef þurft að sjá á eftir mjög hæfileikaríku fólki yfirgefa sín störf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim stendur með sínum manni: ,,Hann á skilið að vera í landsliðinu“

Amorim stendur með sínum manni: ,,Hann á skilið að vera í landsliðinu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Liverpool og Arsenal í harðri baráttu

Liverpool og Arsenal í harðri baráttu
433Sport
Í gær

Fékk ekkert símtal frá Mourinho eftir komu til landsins

Fékk ekkert símtal frá Mourinho eftir komu til landsins
433Sport
Í gær

Arsenal seldi óþekktu markavélina á fjórar milljónir – Þrjár þrennur í sjö leikjum

Arsenal seldi óþekktu markavélina á fjórar milljónir – Þrjár þrennur í sjö leikjum