Vinicius Junior, stórstjarna Real Madrid, hefur enn einu sinni slegið á orðróma um að hann gæti farið frá Real Madrid til Sádi-Arabíu.
Sádar eru sagðir klárir í að gera Brasilíumanninn að dýrasta leikmanni deildarinnar og stækka um leið deild sína enn frekar en hinn 24 ára gamli Vinicius virðist staðfastur á að vera áfram í Madríd.
„Ég vil skrifa söguna hjá Real Madrid. Eftir næsta leik hef ég spilað 300 leiki fyrir félagið en ég vil að þeir verði 500,“ sagði Vinicius, sem bar fyrirliðabandið í bikarsigri á Real Sociedad í vikunni.
„Það er ólýsanleg tilfinning að vera fyrirliði besta félags í heimi í fyrsta sinn 24 ára gamall,“ sagði hann enn fremur.