Liverpool tapaði 57 milljónum punda fyrir skatta á síðustu leiktíð. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem hefur verið birtur.
Um er að ræða mesta tap í sögu Liverpool á einu tímabili.
Líklega verður ársreikningur Liverpool miklu betri fyrir þetta tímabil en félagið hefur litlu eytt en náð frábærum árangri undir stjórn Arne Slot.
Jurgen Klopp og hans aðstoðarmenn fengu 9,6 milljónir punda í greiðslu þegar þeir hættu störfum síðasta sumar.
Liverpool tapaði 9 milljónum punda tímabilið á undan en félagið fékk 38 milljónum punda minna í tekjur fyrir sjónvarpsrétt í fyrra en tímabilið þar á undan.
Félagið eyddi svo talsvert meira í leikmannahóp sinn í laun en árið á undan.