Leandro Trossard og Gabriel Martinelli kantmenn Arsenal gætu verið til sölu í sumar til að félagið geti fjármagnað önnur kaup.
Báðir eru á óskalistum liða í Sádí Arabíu í sumar samkvæmt enskum blöðum í dag.
Trossard er þrítugur kantmaður frá Belgíu sem er ekki lykilmaður í liði Mikel Arteta.
Martinelli er 23 ára frá Brasilu og eftir góða byrjun hjá Arsenal hefur hann ekki náð að halda takti.
Arsenal vill styrkja sóknarleik sinn í sumar en gæti þurft að selja til að fjármagna það.