Leikmenn Manchester United eru sagðir reiðir út í Ruben Amorim en þora ekki að ræða það við hann. Daily Mail segir frá.
United vann 3-2 sigur á Ipswich á miðvikudag en staðan innan og utan vallar er slæm hjá félaginu.
United ákvað í vikunni að reka 200 starfsmenn utan vallar til að reyna að laga reksturinn.
„Við verðum að taka á öllum vandamálum félagsins, við þurfum að skilja hvernig við komumst í þessa stöðu,“ sagði Amorim.
Amorim kenndi svo leikmönnum um að félagið væri í niðurskurði. „Þetta hefur mikið með fótboltann að gera, við erum vélin í félaginu.“
Leikmenn telja það ekki sanngjarnt að þeim sé kennt um að verið sé að reka fólk úr starfi.