fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 07:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

79. ársþing Knattspyrnusambands Íslands árið 2025, sem haldið var á Hilton Nordica hóteli laugardaginn 22. febrúar s.l., skorar á ríkisstjórn Íslands að hækka framlag ríkissjóðs til ferðasjóðs íþróttafélaga strax á árinu 2025. Það er einn liður í því að íþróttaiðkun barna og unglinga geti þrifist á landsbyggðinni.

Greinargerð

Ferðasjóður íþróttafélaga er sjóður sem hefur mikla þýðingu fyrir íþróttahreyfinguna og þá sérstaklega þau íþróttafélög sem þurfa um langt að fara til að sækja keppnisleiki.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í sjóðinn, fyrir alla aldurshópa í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.

Úthlutanir úr umræddum ferðasjóð hafa frá árinu 2017-2024 staðið í stað í um 125 m.kr. á ári. Á sama tímabili hefur heildarupphæð umsókna hækkað úr 470 í 650 m.kr. Það er því ljóst að framlög í sjóðinn hafa ekki fylgt þeim hækkunum sem hafa orðið á ferðakostnaði íþróttafélaga undanfarin ár.

Innan knattspyrnuhreyfingarinnar eru aðildarfélög sem hafa töluverðan hag af því að framlög ríkisins í ferðasjóð íþróttafélaga endurspegli betur þann ferðakostnað sem félög bera. Ferðakostnaður aðildarfélaga á landsbyggðinni er verulega stór kostnaðarliður í starfsemi þeirra og þær hækkanir sem hafa komið til á undanförnum árum gera rekstur félaganna enn erfiðari, áskoranir þeirra með reksturinn eru nú þegar nægar. Það skapar hættu á því að félög á landsbyggðinni dragi sig mögulega úr keppni og þá sérstaklega hjá yngri flokkum iðkenda.

Knattspyrnuhreyfingin í heild sinni stendur sem ein heild fyrir því að aðildarfélög KSÍ á landsbyggðinni njóti meiri endurgreiðslu á ferðakostnaði en nú er. Til að svo verði þurfa stjórnvöld að endurskoða framlög til ferðasjóðsins þannig að hlutfall úthlutunar á móti raunkostnaði haldist a.m.k. á milli ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmungar United settar í samhengi – Svona er staðan eftir að Amorim tók við

Hörmungar United settar í samhengi – Svona er staðan eftir að Amorim tók við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þekktur maður játar því að hafa borgað ungri stúlku fyrir kynlíf – Hún segir hann hafa nauðgað sér

Þekktur maður játar því að hafa borgað ungri stúlku fyrir kynlíf – Hún segir hann hafa nauðgað sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal gæti óvænt snúið aftur í enska landsliðið undir stjórn Tuchel

Leikmaður Arsenal gæti óvænt snúið aftur í enska landsliðið undir stjórn Tuchel
433Sport
Í gær

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“