Tveir stjörnuleikmenn Arsenal voru sýnilega verulega pirraðir eftir markalaust jafntefli gegn Nottingham Forest.
Ef það var ekki ljóst fyrir gærdaginn að Liverpool yrði Englandsmeistari í vor virðist það orðið algjörlega klárt nú eftir jafntefli Arsenal, en á sama tíma vann Liverpool Newcastle og er með 13 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Sóknarleikur Arsenal í gær var bitlaus, enda liðið að spila án framherja í fjarveru Gabriel Jesus, Kai Havertz og Gabriel Martinelli. Þá er Bukayo Saka enn meiddur. Mikel Merino var uppi á topp í gær og annan leikinn í röð mistókst Arsenal að skora.
Margir stuðningsmenn eru verulega pirraðir á að félagið hafi ekki sótt framherja í félagaskiptaglugganum í janúar en það virðist einnig vera pirringur á meðal leikmanna.
Miðvörðurinn Gabriel og miðjumaðurinn Declan Rice rifust nefnilega nokkuð kröftuglega eftir leik, en myndavélarnar náðu öllu saman.
Því er velt upp hvort það tengist döpru gengi Arsenal undanfarið yfirhöfuð eða slakri aukaspyrnu Rice undir lok leiks.
Dæmi hver fyrir sig, en myndbandið er hér að neðan.
What's happening at Arsenal?
Here is Gabriel with Rice. pic.twitter.com/CkT0lqUPAx— Josh ♥️ (@OthmanARS) February 27, 2025