Ástralska útvarpsmanninum og uppistandaranum Marty Sheargold hefur verið látinn fara frá fyrirtækinu sem heldur utan um þátt sem hann var hluti af.
Í þættinum Triple M í Ástralíu fyrr í vikunni var verið að ræða ástralska kvennalandsliðið en Sheargold sagði að hann „myndi frekar negla nagla í gegnum typpið á sér frekar en að horfa á liðið.“
Í gær baðst hann afsökunar á þessum ummælum sínum en í kjölfarið tilkynnti útvarpsstöðin SCA, þar sem Triple M er, að hún hafi í sameiningu ákveðið að hætta samstarfi við Sheargold.
Ástralska knattspyrnusambandið hafði lýst yfir miklum vonbrigðum með ummæli Sheargold og að þau væru áminning um þá miklu ábyrgð sem fjölmiðlar hafa í umræðunni um kvennaíþróttir og þátttakendur þar.