Það styttist í sumarið og flest stærri félög Evrópu farin að skoða hvað þau gera með leikmennina sína í sumar og hverjum skal halda og hverjum ekki.
Liverpool er líklega það lið sem er mest að hugsa út í þá hluti en Mo Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold eru allir að verða samningslausir.
Tveir bestu leikmenn sögunnar, þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru í sömu stöðu.
Neymar sem fór til Brasilíu á dögunum gerði stuttan samning en David de Gea getur einnig losnað frá Fiorentina.
Fleiri góðir bitar eru lausir eins og sjá má hér að neðan.