fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Ten Hag skýtur á Ronaldo og aðrar fyrrum stjörnur United – „Þessari kynslóð finnst svona lagað móðgandi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 14:00

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag fer um víðan völl og ræðir tíma sinn hjá Manchester United í viðtali í heimalandi sínu, Hollandi. Hann gagnrýnir til að mynda nokkra leikmenn sem léku undir hans stjórn á Old Trafford.

Ten Hag var rekinn frá United í haust eftir rúm tvö ár hjá félaginu. Hann vann bikarinn og deildabikarinn með liðinu en gengið í deildinni var ekki ásættanlegt.

Ten hag lenti þá upp á kant við leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho og Marcus Rashford á Old Trafford. Sá fyrstnefndi fór svo ófögrum orðum um Hollendinginn eftir að hann yfirgaf félagið og hélt til Sádi-Arabíu.

Þá bannaði Ten Hag Sancho að æfa með United um tíma og skellti hann Rashford í agabann fyrir að hafa skellt sér á djammið í Belfast.

„Þessi kynslóð á erfitt með að höndla gagnrýni. Hún hefur of mikil áhrif á þá. Kynslóðin sem ég er af hafði mun þykkari skráp. Það var hægt að segja hlutina beint út,“ segir Ten Hag meðal annars í viðtalinu.

„Ef ég myndi gera það sama við mína leikmenn í dag myndi það hafa neikvæð áhrif. Þessari kynslóð finnst svona lagað móðgandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Liverpool segir auðveldara að fylla skarð Trent en hinna

Fyrrum leikmaður Liverpool segir auðveldara að fylla skarð Trent en hinna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útilokar alfarið að þetta geti gerst á Íslandi í sumar

Útilokar alfarið að þetta geti gerst á Íslandi í sumar