Ruben Amorim hefur ekki riðið feitum hesti í enska boltanum eftir að hann tók við þjálfun Manchester United.
United er í reynd fjórða lélegasta lið deildarinnar á þeim tíma sem Amorim hefur stýrt liðinu.
United hefur safnað 15 stigum eftir að Amorim tók við en á sama tíma hefur Liverpool sótt 36 stig.
Manchester City hefur einnig verið í holu og aðeins sótt 21 stig og meistararnir í vandræðum.
Hér er staðan eftir að Amorim tók við.