Sepp Van den Berg, varnarmaður Brentford, vill snúa aftur til Liverpool einn daginn.
Hinn 22 ára gamli Van den Berg var seldur frá Liverpool til Brentford fyrir um 25 milljónir punda í sumar, en hann hafði mikið verið lánaður út frá Anfield.
Van den Berg hefur heillað með Brentford og dreymir um að spila aftur fyrir Liverpool síðar á ferlinum.
„Ég væri að ljúga ef ég segði að mig dreymdi ekki um að spila aftur fyrir Liverpool einn daginn,“ sagði Hollendingurinn í fjölmiðlum í heimalandinu.
Van den Berg er þó sáttur og rólegur hjá Brentford eins og er.
„Eins og staðan er þurfti ég að breyta til og fá nóg af mínútum. Það gerir mér kleift að þróa mig áfram sem leikmaður.“