fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433

Palace fór illa með Villa – Góðir sigrar Brighton og Fulham

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 21:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni.

Wolves tók á móti Fulham og fór leikurinn fjöruglega af stað. Ryan Sessegnon kom gestunm yfir strax á 1. mínútu leiksins en Joao Gomes svaraði fyrir Úlfana á 18. mínútu. Staðan í hálfleik var jöfn.

Hún var það hins vegar ekki lengi í seinni hálfleik því snemma eftir hlé skoraði Rodrigo Muniz það sem reyndist vera sigurmark Fulham. Lundúnaliðið er í 9. sæti deildarinnar með 42 stig en Wolves er í 17. sæti með 22 stig.

Crystal Palace vann þá mjög öruggan sigur á Aston Villa í London. Ismaila Sarr sá til þess að Palace leiddi 1-0 í hálfleik en snemma í þeim seinni jafnaði Morgan Rogers fyrir Villa.

Þá tók Palace hins vegar öll völd og kom Jean-Philippe Mateta þeim yfir eftir tæpan klukkutíma leik áður en Sarr skoraði sitt annað mark. Eddie Nketiah innsiglaði svo 4-1 sigur í restina. Palace er í 12. sæti með 36 stig, 6 stigum á eftir Villa sem er í 10. sæti.

Loks vann Brighton sigur á Bournemouth í Suðurstandarslag. Joao Pedro kom heimamönnum yfir á 12. mínútu og leiddu þeir 1-0 í hálfleik. Justin Kluivert jafnaði leikinn eftir um klukkutíma áður en Danny Welbeck kom Brighton yfir á ný. Reyndist það sigurmarkið og lokatölur 2-1.

Bournemouth og Brighton eru hlið við hlið í 7. og 8. sæti deildarinnar með 43 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langt og gott spjall Guardiola við Salah vekur athygli – Hvað ætli þeir hafi rætt?

Langt og gott spjall Guardiola við Salah vekur athygli – Hvað ætli þeir hafi rætt?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nota sama lögfræðing svo skilnaðurinn gangi hratt fyrir sig

Nota sama lögfræðing svo skilnaðurinn gangi hratt fyrir sig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hóta að kæra Mourinho og saka hann um rasisma í gær – Sjáðu hvað hann sagði

Hóta að kæra Mourinho og saka hann um rasisma í gær – Sjáðu hvað hann sagði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Inter vill fá meiðslapésa frá Manchester United næsta sumar

Inter vill fá meiðslapésa frá Manchester United næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur í lífi Dean Martin á Akranesi – Vaknar um miðja nótt og er alltaf á fullu

Dagur í lífi Dean Martin á Akranesi – Vaknar um miðja nótt og er alltaf á fullu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verðugt verkefni fyrir landsliðið í Frakklandi í kvöld

Verðugt verkefni fyrir landsliðið í Frakklandi í kvöld
433Sport
Í gær

Heimsfrægur maður fylgdist stjarfur með Væb tryggja sér farmiða í lokakeppni Eurovison

Heimsfrægur maður fylgdist stjarfur með Væb tryggja sér farmiða í lokakeppni Eurovison
433Sport
Í gær

Skíðaferð Heimis vekur umtal – „Er þetta faglegt? Fá leikmenn frí“

Skíðaferð Heimis vekur umtal – „Er þetta faglegt? Fá leikmenn frí“