Manchester City horfir til þess að fá Florian Wirtz miðjumann Bayer Leverkusen í sumar en búist er við miklum breytingum hjá félaginu.
Wirtz er 21 árs gamall en City er tilbúið að bjóða Leverkusen að fá leikmenn í skiptum.
James McAtee er 22 ára gamall en City er tilbúið að selja hann til að fjármagna kaupin.
Wirtz er frábær skapandi miðjumaður sem hefur vakið athygli hjá Leverkusen og með þýska landsliðinu.
Fleiri lið hafa horft til Wirtz en búist er við að Pep Guardiola stjóri City leggi mikla áherslu á að fá hann.