Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, en þar er körfuboltaspekingurinn og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson gestur.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum að vanda og má til að mynda sjá þann síðarnefnda reyna fyrir sér í frábæru handboltainnslagi í þættinum.
Þá er farið yfir afrek körfuboltalandsliðsins, sem komst á EM karla á dögunum, íslenska fótboltann og margt fleira.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu hér að neðan, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.