Samkvæmt frétt Manchester Evening News eru þjálfarar Manchester United að missa þolinmæðina á Rasmus Hojlund sóknarmanni liðsins.
Hojlund hefur ekki skorað í sextán leikjum í röð, ekki merkilegt það hjá framherja.
Stuðningsmenn United virðast eining vera að missa þolinmæðina á Hojlund eins og heyra mátti um helgina.
Stuðningsmenn United fögnuðu ákaft þegar Hojlund var tekinn af velli gegn Everton um helgina og inn kom Chido Obi, 17 ára gamall sóknarmaður.
Hojlund er á sínu öðru tímabili hjá United og hefur ekki fundð taktinn en hann er 22 ára gamall.
United borgaði 72 milljónir punda fyrir Hojlund þegar hann kom frá Atalanta á Ítalíu þar sem hann hafði vakið athygli.