Það félag sem ætlar sér að kaupa framherjann Liam Delap frá Ipswich í sumar þarf að reiða fram um 40 milljónir punda.
Football Insider segir frá þessu, en Delap gekk í raðir nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni síðasta sumar frá Manchester City.
Það hefur gengið vel hjá þessum 22 ára gamla leikmanni hjá Ipswich, sem berst fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu.
Ipswich greiddi 20 milljónir punda fyrir Delap í sumar og vill tvöfalda þá upphæð, eigi það að leyfa honum að fara í sumar.
Stórlið á borð við Chelsea og Manchester United hafa sýnt Delap áhuga.