Lionel Messi lagði upp tvö mörk þegar MLS deildin hófst á þessu ári en Inter Miami og New York City gerðu þá 2-2 jafntefli.
Leikmenn New York voru greinilega ákveðnir í því að reyna að pirra Messi í leiknum.
Þegar liðið skoraði mörk í leiknum var ákveðið að fagna með frægu fagni Cristiano Ronaldo og tóku stuðningsmenn New York undir.
Myndavélarnar fóru svo beint á andlit Messi sem virtist ansi hissa yfir þessu.
Þetta má sjá hér að neðan.
Lionel Messi and Mascherano couldn't believe they got hit with the SIUUU in Miami 😭pic.twitter.com/NXymrtp5FP
— fan (@NoodleHairCR7) February 23, 2025