Leicester City ákvað að reka tvo aðstoðarmenn Ruud van Nistelrooy í starfi til að reyna að hressa upp á mannskapinn.
Leicester fékk 4-0 skell gegn Brentford á heimavelli um helgina sem var mikið högg.
Nistelrooy tók við liðinu í nóvember en þá var Steve Cooper rekinn úr starfi eftir stutt stopp á King Power vellinum.
Honum hefur ekki tekist að laga stöðuna en Leiceste rak nú aðstoðarmenn sem Cooper mætti með til félagsins.
Um er að ræða þá Ben Dawson og Danny Alcock. „Við þökkum þeim starfið og óskum þeim góðs gengis í næstu verkefnum,“ sagði í yfirlýsingu Leicester.